5. nóvember 2023 - 14:00
Leiðsögn listamanns: Ívar Valgarðsson
Staður viðburðar:
Kjarvalsstaðir
Ívar Valgarðsson verður með leiðsögn listamanns ásamt Sigurði Trausta Traustasyni, deildarstjóri safneignar og rannsókna, á sunnudaginn 5. nóvember kl.14.00.
Sýningunni Myndlistin okkar lýkur helgina 3.–5. nóvember með innsetningu Ívars Valgarðssonar sem hlaut mjög góða kosningu í kosningaleik Listasafns Reykjavíkur á Betri Reykjavík, eða alls 181 atkvæði og hafnaði verkið í 12. sæti yfir stigahæstu listaverkin.
Vegna eðlis verksins, en það tekur allan Austursal Kjarvalsstaða, var ekki hægt að hafa það meðal annarra listaverka inni í sýningunni og því var ákveðið að gefa því andrými og pláss eina sýningarhelgi.
Innsetning Ívars var sýnd á Kjarvalsstöðum árið 1991 og vakti mikla athygli og umtal bæði gesta og gagnrýnenda.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.