Veldu ár

2024 (9)
2023 (22)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
03.11.2023
05.11.2023

Myndlistin okkar: Innsetning, Ívar Valgarðsson

Innsetning eftir Ívar Valgarðsson hlaut mjög góða kosningu í kosningaleik Listasafns Reykjavíkur á Betri Reykjavík nú í vor. Innsetningin  hlaut alls 181 atkvæði og hafnaði  í 12. sæti yfir stigahæstu listaverkin.

Vegna eðlis verksins, en það tekur allan Vestursal Kjarvalsstaða, var ekki hægt að hafa það meðal annarra listaverka inni í sýningunni og því var ákveðið að gefa því andrými og pláss eina sýningarhelgi.

Innsetning Ívars var sýnd á Kjarvalsstöðum árið 1991 og vakti mikla athygli og umtal bæði gesta og gagnrýnenda. 

DAGSKRÁ:

Sýningin verður opnuð föstudaginn 3. nóvember kl. 12.00.

Markús Þór Andrésson, deildarstjóri miðlunar, verður með leiðsögn um sýninguna á laugardaginn 4. nóvember kl. 14.00.

Ívar Valgarðsson verður með leiðsögn listamanns ásamt Sigurði Trausta Traustasyni, deildarstjóra safneignar og rannsókna, á sunnudaginn 5. nóvember kl.14.00.
 

Úr sýningarskránni frá sýningunni 1991:

VIÐHORF

Allt viðhorf mitt mótast af áþreifanlegu umhverfi.

Allt efni hefur skilgetið hlutverk.

Allir litir og form hafa beina skírskotun í raunveruleikann og eiga uppruna sinn þar.

Verk mín eru úr tilbúnum efniseiningum sem hafa eingöngu vísanir til eigin eðlis og veruleika.

Formgerð og uppröðun ræðst af þeim hugmyndum sem ég geri mér um slík efni.

Endurtekning er áhersluauki og ákveðið hlutfall er fullnægjandi.

Ég hafna varanlegri efnisgerð. Ekkert er varanlegt, ekki heldur viðhorf.

Ég forðast tilfinningalega nálgun við verkin, fingraför, nudd, hnoð, og hafna persónulegri tjáningu.

Litir eru mjög mikilvægir, þess vegna nota ég mjög lítið af þeim. 

Listamenn hafa ábyrgð. 

- Ívar Valgarðsson

Það eru Byko og BM Vallá sem styrkja uppsetningu sýningarinnar.

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Kjósendur á Betri Reykjavík

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Kjarvalsstaðir
4. nóvember 2023 - 14:00
Kjarvalsstaðir
5. nóvember 2023 - 14:00