Leikum að list: Hetjur norðursins
Fjölskyldudagskrá og vinnustofa í tengslum við sýninguna Ragnar Axelsson: Þar sem heimurinn bráðnar í Hafnarhúsi
Við skoðum m.a. hetjur norðursins – menn og dýr – og bráðnun jökla á skapandi hátt í tengslum við sýningu Ragnars Axelssonar – RAX, ljósmyndara og listamanns. Gott er að vera búin að ganga í gegnum sýninguna með börnunum áður en fjölskyldan kemur í vinnustofuna.
Í sóttvarnarskyni verður hver fjölskylda er með sérstaka vinnustöð og efni er ekki deilt á milli fjölskylduhópa.
Aðeins 5 fjölskyldur komast á viðburðinn og þær fjölskyldur ganga fyrir sem eru skráðar.
Skráning fjölskyldu HÉR.
Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna, heimsóknin sé skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.
Ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára.