27. febrúar 2021 - 11:00
Leikum að list: Sleðahundar, talandi veggur, sving og dúkkur
Staður viðburðar:
Hafnarhús
Fjölskylduleiðsögn með leikjaívafi um allar sýningar Hafnarhúss.
Tilvalið fyrir börn með foreldrum, með afa, ömmu eða stórfjölskyldunni.
Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.
Ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna, heimsóknin sé skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.
Sýning:
Tenglar:
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.