Samtal listamanns og sýningarstjóra
Á sýningu Hildar Bjarnadóttur, Vistkerfi lita, sem opnar um helgina á Kjarvalsstöðum má sjá ný verk sem hún hefur unnið undanfarin ár. Verkin eru hluti af rannsóknarferli í tengslum við doktorspróf sem Hildur mun ljúka í haust á vegum Listaháskólans í Bergen og Norska listrannsóknarsjóðsins. Listakonan ræðir við Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, sýningarstjóra og safnstjóra Listasafns Reykjavíkur um hugmyndirnar að baki sýningunni.
Verk Hildar eru bundin tíma og stað. Þau mynda kerfi sem dregur fram mismunandi tilfinningar, upplýsingar og eiginleika staðarins. Í verkunum skoðar listakonan landið og tilvist þess frá mismunandi sjónarhornum. Þetta eru persónuleg kerfi, huglæg og sjálfstæð sem hlutgera vangaveltur Hildar um samband hennar við náttúruna og staðinn.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.
Í september fá handhafar Menningarkorts Reykjavíkur 2 fyrir 1 á Kjarvalsstaði og geta því boðið með sér gesti að kostnaðarlausu.