15. nóvember 2018 - 20:00

Suð: Leiðsögn listamanns

Suð: Listamannaspjall – María Dalberg
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Leiðsögn með Maríu Dalberg um sýninguna Suð.

María Dalberg er 34. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salar sem hóf göngu sína árið 2007. 

María útskrifaðist með M.A.-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Verk hennar hafa verið sýnd á fjölda samsýninga og kvikmyndahátíða víða í Evrópu og í Ameríku. Hún hefur unnið með vídeóinnsetningar, hljóð, gjörninga, ljósmyndir, teikningar og textaskrif. Tilraunir með efni og efniskennd í vídeóverkum og öðrum miðlum er stór þáttur í listsköpun hennar. 

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.