25. janúar 2022 - 17:00 til 18:00

Tökum höndum saman: Séropnun fyrir einhverfa og fólk með skynúrvinnsluvanda

Hrafnhildur Arnardóttir  /Shoplifter, Chromazone, 2021
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Séropnun verður í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, þriðjudaginn 25. janúar kl. 17-18.00, fyrir einhverfa og fólk með skynúrvinnsluvanda. Ljós- og hljóðáreiti verður minnkað auk þess sem safnkennari verður á staðnum.

Ókeypis er á viðburðinn. Skráning HÉR

Í boði er að skoða sýningarnar:
Abrakadabra – töfrar samtímalistar
Ferðagarpurinn Erró

Listasafn Reykjavíkur ber sig eftir því að taka vel á móti fjölbreyttum hópi gesta og hafa sýningar og viðburði aðgengilega. Þessi séropnun er hluti af samstarfsverkefninu Tökum höndum saman á vegum Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns. Tökum höndum saman miðar að því að auka aðgengi fólks að söfnunum og bjóða alla gesti velkomna. Verkefnið hlaut Öndvegisstyrk Safnasjóðs.

Verð viðburðar kr: 
0