Fréttir

Stúlkurnar sem hafa tekið þátt á gjörningnum Kona í e-moll á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Hafnarhúsi. Ljósmynd: Sunna Axels.

Nú fer hver að verða síðastur að sjá gjörninginn Kona í e-moll á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Hafnarhúsi. Gjörningurinn er annar í röðinni af þremur gjörningum sýningarinnar. Honum lýkur sunnudaginn 3. september.

Myndlistargagnrýni í Morgunblaðinu 24.08.2017

„Gott flæði er á milli verkanna og sýningin er í senn aðgengileg, falleg fyrir augað og hreyfir við fólki eins og listamaðurinn lagði ávallt áherslu á. Hér gefst kjörið tækifæri til að kynna sér feril [Ásmundar Sveinssonar] eins af okkar helstu brautryðjendum á sviði höggmyndalistar."

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

Marentza Poulsen og starfsfólk hennar tekur brosandi á móti gestum á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum sem hefur verið opnað á ný eftir viðamiklar endurbætur.

Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir spennandi námskeiði um myndlist Ragnars Kjartanssonar. Námskeiðið er í fjórum hlutum og tekur fyrir myndlist Ragnars út frá mismundandi listgreinum. Í verkum hans fléttast saman myndlist, leikhús, tónlist og bókmenntir með fjölbreyttum hætti.

Frá opnunardegi sýningarinnar Kyrrð á Kjarvalsstöðum.

Það verður mikið um dýrðir í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. Frítt er inn á allar sýningar safnsins allan daginn og í boði verða leiðsagnir, tónleikar, ratleikur, málarasmiðja, myndlistarganga og fleiri viðburðir fyrir alla fjölskylduna. 

Þýski götulistamaðurinn Jakob Wagner endurgerir listaverk sitt á brot úr Berlínarmúrnum sem stendur við Borgartún í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 16. ágúst. Hann hefst handa á hádegi og gera má ráð fyrir að hann ljúki verkinu síðdegis á morgun.

"Kraftmikil og varanleg" segir Einar Falur Ingólfsson, myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins um bókina um Ragnar Kjartansson.

Glæsileg bók um Ásmund Sveinsson hlýtur mikið lof Aldísar Arnardóttur gagnrýnanda Morgunblaðsins.