Hátt í fimmþúsund gestir gerðu sér ferð í Listasafn Reykjavíkur á Safnanótt. Fjölmennast var í Hafnarhúsi við opnun sýningar Ilmar Stefánsdóttur, Panik.
Frú Lauga Matstofa hefur opnað nýjan kaffi- og veitingastað á 2. hæð í Hafnarhúsi. Matstofan er í umsjá Frú Laugu sem hefur getið sér gott orð fyrir verslun með ferskar matvörur frá íslenskum bændum og ýmislegt góðgæti frá meginlandinu.
Aðsókn að Listasafni Reykjavíkur árið 2016 jókst um 20% frá árinu áður og ber þar mest á fjölgun erlendra ferðamanna. Opnaðar voru sextán sýningar á árinu og tugir viðburða þeim tengdum voru á dagskrá.
Sunnudagurinn 22. janúar er síðasti dagur sýningarinnar Stríð og friður eftir Erró í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Af því tilefni verður leiðsögn um sýninguna kl. 14.00 þann sama dag.