Allar jólavættir Reykjavíkurborgar verða búnar að koma sér fyrir í Listasafni Reykjavíkur, bæði í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum, föstudaginn 2. desember. Þær munu gleðja gesti safnsins allan mánuðinn og fram til 6. janúar 2017.
Kaffi og matstofa Frú Laugu býður upp á úrval hollra og ljúffengra rétta úr gæðahráefni. Yfir jólin má meðal annars gæða sér á jólalagtertu að hætti Frú Laugu og sérlöguðu, krydduðu og heitu súkkulaði eða jólaglöggi.
Gerður var góður rómur að barnaleiksýningunni Hvítt í Hafnarhúsinu um síðustu helgi. Allur ágóði rann til barna í Sýrlandi á vegum UNICEF. Aðeins eru örfáar sýningar á þessu fallega leikriti sem sérsniðið er að þörfum yngstu barnanna, barna á leikskólaaldri.
Laugardaginn 29. október kl. 14 verður opnuð myndlistarsýningin Augans börn í Ásmundarsafni við Sigtún. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Háskóla Íslands.
Sýningin Kwitcherbellíakin, Future Fiction Summit og Turfiction eru hluti af OH listrannsóknarverkefni sem fer fram í porti, fjölnotarými og á bókasafni Hafnarhúss.
Sigurður Trausti hefur verið ráðinn deildarstjóri safneignar og rannsókna og Markús Þór deildarstjóri sýninga og miðlunar. Þeir hefja störf 1. janúar 2017. Í haust samþykkti menningar og ferðamálaráð nýtt innra skipurit Listasafns Reykjavíkur.