Fréttir

Ásmundur Sveinsson

Í tilefni þess að 125 ár eru frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, er öllum sem heita Ásmundur boðið endurgjaldslaust í Ásmundarsafn árið 2018 ásamt einum gesti. Ekki skiptir máli hvað gesturinn heitir!

Fjölbreyttar sýningar á árinu 2018.

Þrjár tegundir af árskortum eru nú til sölu í Listasafni Reykjavíkur. Auk hefðbundins árskorts sem gildir fyrir einn, eru nú komin í sölu árskort sérsniðiðn fyrir ungt fólk á aldrinum 18-28 ára og árskort fyrir einn ásamt gesti. 

Sýningarlok – D31 Anna Rún Tryggvadóttir: Garður.

Sýningunni Garður eftir Önnu Rún Tryggvadóttur lýkur sunnudaginn 14. janúar í D-sal, Hafnarhúsi.

Sýningarnar Líðandin – la durée og Myrkraverk á Kjarvalsstöðum.

Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum laugardaginn 13. janúar kl. 16.00. Ný sýning á verkum Jóhannesar S.

Sýningarnar Kjarval – lykilverk og Leiðangur eftir Önnu Líndal á Kjarvalsstöðum.

Sýningunum Kjarval – lykilverk og Leiðangur eftir Önnu Líndal á Kjarvalsstöðum lýkur laugardaginn 30. desember.

Hafnarhús
Opið 26. des. 13.00-17.00
Opið 31. des. 10.00-14.00
Opið 1. jan. 13.00-17.00
Lokað 24. og 25. des.

Kjarvalsstaðir
Opið 26. des. 13.00-17.00
Lokað 24., 25., 31. des. og 1. jan.

Egil Sæbjörnsson og Kærleikskúla ársins 2017.

Ūgh & Bõögâr eftir Egil Sæbjörnsson er Kærleikskúla ársins 2017. Þetta er í fimmtánda sinn sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra selur Kærleikskúluna. Allur ágóði af sölunni rennur til sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal. 

Hreinn Friðfinnsson, Composition, 2016.

Efnisheimurinn er viðfangsefni nokkurra valinna verka úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Náttúrufyrirbæri, manngerðir hlutir og ýmisskonar efni liggja til grundvallar með tilliti til eiginleika, eðlis, merkingar og gildis.

Ásmundur Sveinsson: Innrás í Ásmundarsafni.

Á yfirstandandi sýningu í Ásmundarsafni, List fyrir fólkið, hefur nú verið bætt við tveimur sýningarborðum með verkum Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) þar sem innblástur Carls Milles (1875-1955), lærimeistara Ásmundar á námsárunum í Svíþjóð, skín í gegn.