Fréttir

Sumarnámskeið fyrir börn

Skráning er hafin á árleg sumarnámskeið Listasafns Reykjavíkur. Boðið er upp á tvenns konar námskeið, annars vegar listmálun fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára sem haldið verður á Kjarvalsstöðum og hins vegar skúlptúrnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára, haldið í Ásmundarsafni. 

Sýningaropnun: Innrás II – Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter

Sýningin Innrás II eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Ásmundarsafni, laugardag 21. apríl kl. 16.00.

Fjölbreyttir viðburðir á Barnamenningarhátíð.

Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer fram dagana 17.-22. apríl. Listasafn Reykjavíkur tekur þátt í hátíðinni nú sem endranær og er af nógu að taka fyrir börn og fjölskyldur þeirra. 

Síðustu dagar sýningarinnar Innrás I í Ásmundarsafni.

Sýningunni Innrás I eftir Guðmund Thoroddsen í Ásmundarsafni lýkur sunnudaginn 15. apríl.

Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir

TripExpert upplýsingaveita fyrir ferðamenn hefur veitt Listasafni Reykjavíkur tvær viðurkenningar, sem besta listasafn í Reykjavík og sem það safn sem helstu sérfræðingar á sviði myndlistar mæla með.

Tak i lige måde: Dagskrá 7.-8. apríl í Hafnarhúsi.

Í tengslum við sýninguna Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi býður Listasafn Reykjavíkur upp á dagskrá sem kallast á við efni sýningarinnar. Sýningin og dagskráin eru hluti af aldarafmælishátíð fullveldis Íslands.

Reykjavíkurborg auglýsir eftir myndlistarmönnum til að taka þátt í forvali að lokaðri samkeppni um gerð listaverks/listaverka í Vogabyggð.

Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir sérfræðingi til að starfa við umsýslu safneignar.

Listasafn Reykjavíkur verður opið alla páskana nema á páskadag, en þá er lokað í Hafnarhúsi og Ásmundarsafni og á Kjarvalsstöðum.

Hafnarhús
Opið 10-17 – skírdag 10-22
Páskadag, 1. apríl: Lokað