Hafnarhús

Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt og upprennandi hæfileikafólk. 

Hafnarhúsið er heimkynni Errósafnsins og þar má alltaf ganga að sýningum listamannsins vísum. 

Sýningar í Hafnarhúsi

21.09.2024 - 31.12.2024
Erró

Guðmundur Guðmundsson, öðru nafni Erró (f. 1932), er tvímælalaust einn þekktasti samtímalistamaður Íslendinga. Eftir nám á Íslandi innritaðist hann í listaakademíuna í Osló tvítugur að aldri. Árið 1954 stundað hann nám við listaakademíuna í Flórens og síðan í Ravenna þar sem hann lagði áherslu á gerð mósaíkmynda.

Hafnarhús. Ljósmynd Hildur Inga Björnsdóttir.

Hafnarhúsið stendur við gömlu höfnina í elsta hluta Reykjavíkur, þar sem frá örófi alda var bátalægi bæjarins og fyrsta bryggja hans. Húsið teiknaði Sigurður Guðmundsson arkitekt, einn af frumkvöðlum íslenskrar byggingarlistar, í samvinnu við Þórarin Kristjánsson hafnarstjóra á árunum 1933-39 og stækkun þess árið 1957-58.

Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkurborg stórt safn verka sinna, um 2.000 talsins. Í því safni er meðal annars að finna málverk, vatnslitamyndir, grafíkverk, skúlptúra, klippimyndir og önnur listaverk sem spanna allan feril listamannsins allt frá æskuárum.