Veldu ár
Glerbrot ´85
Íslensk glerlist á sér ekki langa sögu og vart unnt að tala um hefð í því efni. Sýningin sem hér getur að líta hefur þá sérstöðu að íslensku listamennirnir níu sem mynda sýningarhópinn eiga það allir sameiginlegt að vinna með gler. Hún markar því nokkur tímamót. Bakgrunnur listamannanna er um margt ólíkur og eins er um verkin sem þeir skapa. En verk þeirra veita einmitt nokkra innsýn í það hversu margslungið efnið glerið er og þá grósku sem merkja má í íslenskri glerlist. Enda þótt listamennirnir vinni hver með sínum hætti, þá eru viðhorf þeirra til efnisins eigi að síður keimlík.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.