Veldu ár
Katrín Sigurðardóttir
Katrín Sigurðardóttir hefur á fáum árum haslað sér völl sem ein áhugaverðasta listakona Íslendinga. Hún sýnir verk sín í Bandríkjunum og víða um Evrópu, og nafn hennar er komið inn í alþjóðlegar uppflettibækur um fremstu listakonur samtímans.
Ástæða þessa áhuga á verkum Katrínar er eflaust sú, að þau vekja samhljóm meðal einstaklinga allra þjóða, þar sem þau fjalla um kortlagningu ferðalaga mannsins í tíma og rúmi, í raunveruleikanum eða í huganum. Þessi ferðalög vísa hins vegar ekki til flótta frá einum heimi til annars, heldur rannsóknar á því sem er yfirgefið, og með hvaða hætti það verður óaðskiljanlegur hluti af ferðamanninum; fjöllin, eyjarnar, húsin, garðarnir - uppsöfnuð lífsreynsla listakonunnar frá barnæsku til fullorðinsára.
Með þessari sýningu heldur rannsóknarstarf Katrínar áfram; skráning reynslu, tenging staða - og gestum Listasafns Reykjavíkur er boðið að taka þátt í ferðalagi listakonunnar.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.