Veldu ár

2024 (7)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
30.09.2017
30.12.2017

Anna Líndal: Leiðangur

List Önnu Líndal er marglaga og samsett. Þetta á jafnt við um myndefni hennar, viðfangsefni verka og merkingu þeirra sem hina sjónrænu framsetningu þessara þátta. Í innsetningum hennar má finna jafnt nýjustu tækni í formi myndbanda á tölvuskjáum sem og aldagamla hefð íslenskra hannyrða og undanfarin ár hafa þættir vísindalegra rannsókna og skrásetningar orðið æ fyrirferðarmeiri. 

Verk Önnu einkennast af sterkum samfélagslegum tilvísunum, stundum samfélagsádeilu, en ávallt í virku samspili við þá sjónrænu þætti sem myndlistin hefur byggt á í gegnum aldirnar; myndbyggingu, litasamsetningar, staðsetningu í rými ásamt tilvísun í abstrakt list 20. aldarinnar, að ógleymdu mikilvægi áhorfandans. Þetta gildir jafnt um heildaráhrif og smáatriði innan innsetninga hennar, en líta má á þær sem þyrpingu sjálfstæðra þátta þar sem eiginleikar sumra eru abstrakt en annarra ljóðrænir eða samfélagslegir. 

Verkefni Önnu Líndal hafa oftast samfélagslega skírskotun, beina tengingu við staka atburði, upplifun eða samfélagslegan núning. Hún skoðar fyrirbæri sem alla jafna eru okkur hulin og rannsakar afmarkaða atburði til að varpa ljósi á heild. 

Anna hefur tekið þátt í fjölda innlendra og erlendra sýninga, haft fumkvæði að rannsóknar- og sýningarverkefnum, tekið þátt í ráðstefnum og haldið fjölmörg erindi um fagið. Undanfarin misseri hefur Anna unnið að samstarfsverkefninu Infinite Next þar sem loftlagsbreytingar eru skoðaðar út frá pólitísku og menningarsögulegu sjónarhorni. Af öðrum verkefnum má nefna Istanbúl Biennalinn 1997, on life, beauty, translation and other difficulties, í sýningarstjórn Rosa Martinez, Kwangju Biennalinn, Man + Space í S- Kóreu 2000, í sýningarstjórn René Block og alþjóðlega myndlistarsýningu Listahátíðar í Reykjavík árið 2005; tími - rými - tilvera, í sýningarstjórn Jessica Morgan.

Anna Líndal útskrifaðist frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1985 og lauk framhaldsnámi frá The Slade School of Fine Art í London árið 1990 og MA í Listrannsóknum frá St Lucas, University College of Art & Design, Antwerpen 2012. Anna var prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands frá árinu 2000–2009 og hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fagið.

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Ólöf Kristín Sigurðardóttir
Boðskort: 
Boðskort
Sýningarskrá: 
Myndir frá opnun: 

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Ólöf K. Sigurðardóttir og Anna Líndal
Kjarvalsstaðir
8. október 2017 - 14:00
Kjarvalsstaðir
20. október 2017 - 13:00
Anna Líndal og Bjarki Bragason.
Kjarvalsstaðir
12. nóvember 2017 - 14:00
Anna Líndal, Má bjóða þér meira? / Would You Like Some More?, 1995.
6. apríl 2020 - 8:00 til 23:45