Veldu ár

2024 (9)
2023 (22)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
08.11.2007
31.12.2007

Margrét Blöndal - Þreifað á himnunni

Sýningin "Þreifað á himnunni" staldrar ekki lengi við bókstaflega tilvísun í heiti hennar. Þótt grunnhugmynd Margrétar sé undirliggjandi í titlinum, þenur sköpunarferli hennar þá hugmynd að rekja ósýnileg lög af húð og móðu á óhlutbundinn hátt og af innsæi. Margrét skynjar himnuna ýmist kyrra eða á hreyfingu, hún getur verið umlykjandi og umlukt – þegar um herbergi er að ræða – veggjum, lofti, gólfi, súlum og öllum kostum og göllum byggingarlistarýmis.

Eins og í fyrri innsetningum notar Margrét skúlptúrlega gripi til að undirstrika eiginleika Gallerís B, sem hún skoðaði og uppgötvaði aðeins nokkrum dögum fyrir opnun sýningarinnar. Í sama rými hefur Margrét skapað skúlptúr úr efnum sem vinna með rýminu með áferð, vigt, línum og litum.

Skúlptúrar Margrétar eiga það sameiginlegt að bera merki meðhöndlunar: þau hafa verið mótuð, bundin, vafin, rúlluð, kreist, teygð, beygð, krumpuð, rifin, brotin eða sett saman. Uppstilling skúlptúranna í galleríinu endurspeglar athugun listamannsins á hverjum hlut út af fyrir sig en einnig sem hluta af hópi – ekki ólíkt því þegar tónlist er rituð, þar sem hver einasta nóta ákvarðast af staðsetningu hennar á nótnastrengnum, og röð nótna og hvílda ákvarða hljóm og þagnir, tón, takt, hljóðbyggingu og samsetningu tónverksins sem tjáð er í tíma.

Skúlptúrgripir Margrétar minna á melódíu og samhljóm, takt og hraða sem skilgreina hlutlaust rými og hægt og hljótt rafmagna rýmið sem þeir eru innan. Einlægnin í verkum Margrétar kemur til af hæfileika hennar til að skapa viðkvæmt jafnvægi milli ásetnings og þess að afsala sér stjórn á efniviðnum og aðstæðum. Til að komast í þetta ástand fyrir sýninguna einbeitti hún sér meðvitað að sýningarrýminu í huganum á meðan hún teiknaði og skrifaði á vinnustofu sinni nokkrum mánuðum áður en hún hóf að skapa skúlptúrgripina í Galleríi B. Teikningarnar í Galleríi C eru afrakstur langvarandi tilrauna Margrétar sem færðu vitund hennar inn á svið dulvitundarinnar þar sem hún getur leyft sköpunarferlinu að þróast án þess að fyrirfram ákveðnar hugmyndir hafi áhrif þar á.

Verk hennar ögra og víkka sýn okkar: skúlptúrar sem einstakir hlutir mynda heil stjörnumerki og hver og einn er aðskilinn frá hinum og tengdur þeim með himnum sem verða „sýnilegar“ þeim sem virða hlutina hugsandi fyrir sér. Þótt Magrét stökkbreyti efnum og hugmyndum til að leggja fram myndræn rök, fela verk hennar í sér aragrúa merkinga og bjóða ekki upp á eina túlkun. Margrét H. Blöndal er fædd árið 1970 í Reykjavík þar sem hún býr nú.

Margrét útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Árið 1997 lauk hún MFA gráðu frá Mason Gross School of Arts, Rutgers Univeristy í New Jersey í Bandaríkjunum. Margrét hefur sýnt víða bæði heima og erlendis síðan 1994. Síðustu einkasýningar hennar árið 2007 voru haldnar í Solvent Space í Richmond í Bandaríkjunum, Mother’s Tank Station í Dyflinni á Írlandi og í Gallery Alessandra Bonomo í Róm á Ítalíu. Árið 2005 sýndi hún í Nicolas Krupp Gallery í Basil í Sviss, Dandruff Space and Shroud í New York í Bandaríkjunum og á Listahátíð Reykjavíkur. Margrét hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, árið 2006 sýndi hún til að mynda í Listasafninu á Akureyri, Mother’s Tank Station á Írlandi og í Kunsthaus Baselland í Sviss.

Árið 2005 sýndi Margrét verk sýn meðal annars í MAC – samtímalistasafninu í Chíle, Plug-In Institute of Contemporary Art í Manitoba í Kanada, Site-Actions í Póllandi, Árnessafni og í Listasafni Íslands. Meðal fjölda viðurkenninga sem Margrét vann til árið 2006 má nefna tilnefningu hennar til Sjónlistaverðlauna Íslands, tveggja ára útlutun úr Launasjóði myndlistarmanna og úthlutun í NKD Norræna listamannasetrinu í Dale í Noregi.

Listamaður/-menn: 
Ljósmyndari mynda af sýningu: 
Brooks Walker
Sýningarstjóri/-ar: 
Yean Fee Quay
Boðskort: 
Sýningarskrá: 
Umfjöllun fjölmiðla pdf: 
PDF icon 11065201.pdf (844.51 KB)
PDF icon 9495885.pdf (3.1 MB)
PDF icon 11214761.pdf (1010.15 KB)
PDF icon 11067399.pdf (2.21 MB)

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.