Veldu ár

2024 (9)
2023 (22)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
05.02.2021
09.05.2021

Hulda Rós Guðnadóttir: WERK – Labor Move

Á einkasýningu sinni í A-sal Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi beinir Hulda Rós Guðnadóttir sjónum að samfélagslegum viðfangsefnum í staðbundinni innsetningu. 
Innsetningin WERK – Labor Move er unnin sérstaklega fyrir salinn en Hafnarhúsið var upphaflega byggt sem vörugeymsluhús á hafnarbakkanum. 

Verkið samanstendur af þriggja rása kvikmyndaverkinu Labor Move, skúlptúrum er beintengjast kvikmyndaverkinu, og myndbandsupptöku af vinnu við samsetningu skúlptúranna í salnum sjálfum í aðdraganda sýningaropnunar. 

Til grundvallar sýningunni liggur skoðun á virkni hins marglaga alþjóðahagkerfis og er sjónarhorn hins kunnuglega og staðbundna tekið til þess að greina og varpa upp samhengi hér á landi við hið hnattræna. 

Þriggja rása kvikmyndaverkið Labor Move er upphafspunktur innsetningarinnar og hefur það verið sýnt áður á einkasýningum Huldu Rósar, m.a. í Meetfactory í Prag á þriggja listamanna sýningu, í sýningarrýminu Kunstkraftwerk í Leipzig og í Künstlerhaus Bethanien í Berlín en er nú frumsýnt á Norðurlöndunum. Í verkinu, svo og í innsetningunni sem heild, er hliðstæðum í verklegri vinnu sem unnin var á fyrri tíma í byggingunni, varpað upp í samhengi við heldrunarferli (e. gentrification) hafnarsvæðisins og sambærilega þróun um heim allan. Hafnarhúsið er fyrsta byggingin við Reykjavíkurhöfn er fékk nýtt hlutverk sem bygging fyrir list- og menningarstarfsemi sem svo hefur orðið einkennandi fyrir svæðið, á sambærilegan hátt við þróun á hafnarsvæðum víða um heim. 

Í kvikmyndaverkinu sjáum við nokkra löndunarmenn fremja gjörning sérstaklega fyrir kvikmyndun, sem byggður er á þeim hreyfingum er þeir hafa tileinkað sér yfir lengri tíma við löndun kassa með frosnum fiski úr botni frystitogara og yfir á hafnarbakkann við Reykjavíkurhöfn. Við endurtekningu sömu hreyfinga henda þeir þungum fiskikössum frá einum stað til annars með töluverðri samhæfingu og leikni. 

Labor Move er listaverk í sjálfu sér en einnig heimild í mynd og hljóði um 48 klukkustunda langan gjörning löndunarmannanna í viðurvist áhorfenda í sýningarrýminu í Leipzig en tímalengd gjörningsins er sú sama og löndunarmenn hafa alla jafna til að landa úr frystitogara. 

Kvikmyndaverkið er afurð samstarfs Huldu Rósar við löndunarmennina, sem stóð yfir í nokkur ár. Þessir sömu verkamenn unnu þar til nýlega á hafnarbakkanum nálægt Hafnarhúsinu og komu einnig fram í einrása kvikmyndaverki hennar Keep Frozen. Á menningarnótt árið 2016, sama ár og myndin var frumsýnd, frömdu þeir gjörning þar sem þeir fluttu skúlptúr af sjávarbotni hjá hafnarbakkanum til Listasafns ASÍ á Skólavörðuholti og komu honum fyrir í miðri innsetningu Huldu Rósar, sem var opnuð þá um kvöldið. Einnig frömdu löndunarmennirnir gjörning sem hluta af sýningu hennar á Listahátíð í Reykjavík árið 2014 í Þoku galleríi og fluttu þar frumsamin ljóð um eigið starfsumhverfi, löndunarljóð. 

Kvikmyndin Keep Frozen verður sýnd í fjölnotasal Hafnarhússins á sýningartímabilinu en myndin, sem tilnefnd hefur verið til verðlauna á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim og verið dreift í listrænum kvikmyndahúsum í Þýskalandi, var sýnd sem einkasýning í Berlinische Galerie í Berlín árið 2018.

Hulda Rós Guðnadóttir (f. 1973) er alin upp í Sörlaskjólinu en bjó á fullorðinsárum á Grettisgötunni áður en hún fluttist til Berlínar árið 2009 þar sem hún hefur verið búsett síðan. Eftir að hafa lokið BA gráðu í mannfræði og MA gráðu í gagnvirkri hönnun hóf hún nám í myndlist við Listaháskóla Íslands þaðan sem hún brautskráðist árið 2007. Hulda hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir kvikmyndalist og myndlist, s.s. styrk úr listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur 2019 og verðlaun Pennans fyrir upprennandi listamenn 2008, auk þess sem verk hennar hafa verið tilnefnd til tuga annarra verðlauna. Verk hennar hafa verið sýnd í listasöfnum og opinberu sýningarrými víðs vegar um heim, nú nýlega m.a. á einkasýningum í Künstlerhaus Bethanien, í Berlinische Galerie 2018 og frumsýningu á kvikmyndaverki í Savvy Contemporary 2019 í Berlín en á Íslandi sýndi hún síðast á sýningunni Yfir Gullinbrú í sýningaröð Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík árið 2020.

Í tengslum við sýninguna verður haldið alþjóðlegt málþing um stöðu kvikmyndaverka myndlistarmanna á mörkum myndlistar og kvikmyndagerðar annars vegar og hins vegar um verk myndlistarmanna er hverfast um samfélagsleg viðfangsefni.

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Birta Guðjónsdóttir
Boðskort: 
Boðskort
Myndbönd

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu