Veldu ár
Val fólksins
Á sýningunni má sjá verk rússnesku listamannanna Komar og Melamid. Komar og Melamid eru fyrir löngu orðnir heimskunnir listamenn. Fyrst sem framsæknir andófsmenn í Sovétríkjanna, og nú seinna sem virtir listamenn í Vesturheimi.
Í gegn um tíðina hafa þeir félagar lagt sig fram við að storka hefðinni og setja spurningarmerki við pólitísk, félagsleg, menningarleg og listræn kerfi. Sýningin hér á Kjarvalsstöðum, en uppistaðan í henni eru tvö málverk, Eftirsóttasta og Síst eftirsóttasta málverk íslensku þjóðarinnar, ber yfirskriftina Val fólksins. Hún er í senn myndlistarsýning og menningar-félagslegur viðburður, þar sem listamennirnir Komar og Melamid tjá okkur í gegn um skoðanakönnun og myndverk smekk, gildismat og þekkingu þjóðarinnar á íslenskri myndlist.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.