Fréttir

Ariana Katrín

Ariana Katrín Katrínardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri í deild sýninga og miðlunar í Listasafni Reykjavíkur. Mun hún annast miðlun til barna, ungmenna og fjölskyldna, þar með talið móttöku skólahópa, samskipti við skóla, smiðjur og námskeiðshald.

Listasafn Reykjavíkur auglýsir lausa til umsóknar stöðu verkefnastjóra miðlunar í deild sýninga og miðlunar. Um er að ræða 70-100% starfshlutfall.

Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir listamönnum til að taka þátt í samsýningunni D-vítamín í Hafnarhúsi sem hefst í febrúar 2024.

Yoko Ono

Yoko Ono fagnar 90 ára afmæli sínu þann 18. febrúar n.k. og henni til heiðurs verður tendrað ljós á Friðarsúlunni í Viðey sem er eitt af hennar helstu listaverkum en jafnframt má nú sjá verk eftir listakonuna á sýningunni Kviksjá - alþjóðleg safneign í Listasafni Reykjavíkur- Hafnarhúsi.

Norður og Niður sýningin sem nú er uppi í Hafnarhúsi er námsvettvangur 8. bekkja Hagaskóla þessa dagana. Alls eru það sjö 8.

Gestir á opnun 14. janúar 2023

Sýningin Rauður Þráður með verkum Hildar Hákonardóttur var opnuð á Kjarvalsstöðum laugardaginn 14.

Erró: Sókrates 1968
Instagram reikningur Listasafns Reykjavíkur var hakkaður af óprúttnum aðila í lok síðasta árs og því höfum við stofnað nýjan reikning: Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum.

Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir hefur verið valin til að gegna rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu. Um er að ræða hálfa stöðu til eins árs í senn sem vinna má eftir samkomulagi.