Handhafi Guðmunduverðlaunanna í ár er Hulda Rós Guðnadóttir. Þetta var tilkynnt við opnun nýrrar sýningar á verkum Errós, Heimsferð Maós í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi nú síðdegis.
Heimsferð Maós er heiti nýrrar sýningar á verkum Errós sem verður opnuð miðvikudaginn 1. maí, á verkalýðsdaginn í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Sýningin verður opnuð klukkan 17. Erró verður viðstaddur opnunina og mun við sama tækifæri afhenda styrk úr listasjóði Guðmundu S.
Fjórða listaverk vikunnar er Fyssa eftir Rúrí frá 1995. Verkið er staðsett í Grasagarðinum og verður gangsett á sumardaginn fyrsta, fimmtudag 25. apríl kl. 13.00.