Listaverk vikunnar er Tákn eftir Steinunni Þórarinsdóttur sem sett hefur verið upp á þaki Arnarhvols við Ingólfsstræti í Reykjavík í tilefni af ári listar í almannarými.
Listaverk vikunnar er Hvítu fiðrildin eftir Ásmund Sveinsson frá 1968. Verkið var sett upp í Ásmundargarði við Sigtún í gær á afmælisdegi Ásmundar, 20. maí.
Laugardag 25. maí kl. 16.00 verða opnaðar sýningar á verkum myndlistarmannanna Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals (1885-1972) og Sölva Helgasonar (1820-1895) í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.
Listasafn Reykjavíkur er ein af fyrirmyndarstofnunum ársins í flokki minni stofnana borgar og bæja. Að baki valinu liggja niðurstöður kannana sem stéttarfélagið Sameyki gerir meðal starfsfólks.