Marteinn Tausen hefur verið ráðinn í nýja stöðu þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur. Megin verkefni þjónustustjóra eru innleiðing og eftirfylgni þjónustustefnu og þjónustuviðmóts gagnvart gestum safnsins.
Sýning á verkum Steinunnar Önnudóttur, Non plus ultra, verður opnuð í D-sal Hafnarhússins, fimmtudag 14. mars kl. 17.00. Steinnunn er 36. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröðinni í D-sal.
Leifur Ýmir Eyjólfsson, myndlistarmaður, hlaut hvatningarverðlaun ársins 2019 fyrir sýninguna Handrit í D-sal Hafnarhússins. Eygló Harðardóttir var valin myndlistarmaður ársins fyrir sýninguna Annað rými í Nýlistasafninu.
Á Safnanótt, föstudag 8. febrúar kl. 17.00 verður opnuð sýning á verkum myndlistarmannsins Eyborgar Guðmundsdóttur (1924-1977) í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.