Fréttir

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð með fallegri athöfn á fæðingardegi John Lennons þann 9. október næstkomandi klukkan 20.00 en hann hefði orðið 75 ára þennan dag. Dagskráin hefst kl. 17.30 og stendur til kl. 21.30.

Siglingar og strætó

Frá vinstri: Herbert Beck, sendiherra Þýskalands á Íslandi, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Tim Renner, ráðuneytisstjóri menningar í Berlín og Jan Paulus fulltrúi Neu West Berlin listamiðstöðvarinnar.

Hluti úr Berlínarmúrnum hefur verið sett upp við Höfða í Borgartúni. Listamiðstöðin Neu West Berlin í Berlín gaf Reykjavíkurborg verkið og tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri formlega á móti því sl. laugardag.

Menningarkorthafar fá tveir fyrir einn af aðgangseyri á Kjarvalsstaði í október sem þýðir að þeir geta boðið með sér gesti og tveir fyrir einn af kaffi á veitingarstað safnsins.

Sýningunni Listhneigð Ásmundar Sveinssonar lýkur í Ásmundarsafni sunnudaginn 4. október. Meðal verka eru höggmyndir sem Ásmundur Sveinsson myndhöggvari (1893–1982) gerði sem nemandi við sænsku ríkisakademíuna.

Katrín Sigurðardóttir, Boiserie, 2010

Sýningin Horft inní hvítan kassa verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 3. október kl. 16. Á sýningunni eru verk sem safnið hefur nýlega eignast eftir myndlistarkonuna Katrínu Sigurðardóttur og vinnumódel af nokkrum af hennar helstu verkum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verður með skrifstofu sína á Kjarvalsstöðum í þessari viku.  

Richard Serra: Áfangar

Nú fara að verða síðustu forvöð til að sjá sýninguna Áfanga eftir bandaríska listamanninn Richard Serra en henni lýkur sunnudaginn 20. september.

Það var margt um manninn við Íþróttahúsið við Austurberg í Breiðholti sl. föstudag þegar vegglistaverkið Frumskógardrottningin eftir Erró var afhjúpað. Dagur B.

Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar

Sýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar  verður opnuð á Kjarvalsstöðum laugardaginn 12. september kl. 16. Þar sýna á þriðja tug kvenna ný verk en það eru sömu konur og tóku þátt í sýningunni Hér og nú á Kjarvalsstöðum árið 1985.