Fréttir

Erró, Óveður, 2011

Listasafn Reykjavíkur lokar klukkan 16.30 í dag vegna veðurs. Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn verða lokuð frá þeim tíma.  Almannavarnir og Veðurstofan vara við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis og í kvöld.

Listasafn Reykjavíkur er opið alla daga yfir jól og áramót að undanskildum aðfangadegi og jóladegi.
Opnunartími er breytilegur en hann er sem hér segir:

Hafnarhús
Opið 26. des.: 13–17
Opið 31. des.: 10–14
Opið 1. jan.: 13–17
Lokað 24 og 25. des.

Jólaplatti á Kjarvalsstöðum

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum stendur fyrir skáldaupplestri í hádeginu á fimmtudögum í desember og byrjar fyrsti upplesturinn þann 3. desember kl. 12.15 þegar Guðmundur Andri Thorsson kemur og les uppúr bók sinni Og svo tjöllum við okkur í rallið um föður sinn Thor Vilhjálmsson.

Allar jólavættir Reykjavíkurborgar verða búnar að koma sér fyrir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi fimmtudaginn 3. desember og ætla að gleðja gesti safnsins í aðdraganda jólanna. 

Nýmálað er vegleg bók með ljósmyndum af öllum verkum sýninganna Nýmálað 1 og Nýmálað 2 á Kjarvalsstöðum á þessu ári. Bókin spannar 195 málverk sem máluð voru á síðustu tveimur árum eftir 88 listamenn auk upplýsinga um þá.

Nú eru síðustu forvöð að sjá samsýninguna Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar en síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 29. nóvember.

PopUp Verzlun heldur nú sinn árlega jólamarkað í portinu í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, laugardaginn 5. des. kl. 11 til 17.

Áki Ásgeirsson tónsmiður varð fertugur á árinu og verður af því tilefni með portretttónleika í tónleikaseríu Jaðarbers. Flytjendur á tónleikunum eru Páll Ivan frá Eiðum, Sunna Ross, Ásthildur Ákadóttir og Tinna Þorsteinsdóttir.

Bókin Jóhannes S. Kjarval: Út á spássíuna kemur út á laugardaginn 7. nóvember og af því tilefni heldur Listasafn Reykjavíkur útgáfuhóf á Kjarvalsstöðum þann dag kl. 15. Þar gefst einstakt tækifæri til að fá bókina á kynningarverði. Kristín G.