Listasafn Reykjavíkur býður ókeypis aðgang á sýninguna Út á spássíuna – textar, skissur, og pár í list Kjarvals frá og með 22. desember og til sýningarloka, sunnudagsins 3.
Sýningunni Horft inní hvítan kassa lýkur sunnudaginn 3. janúar í B og C sölum Hafnarhússins. Á sýningunni eru verk sem safnið hefur nýlega eignast eftir myndlistarkonuna Katrínu Sigurðardóttur og vinnumódel af nokkrum af hennar helstu verkum.
Skáldin Hallgrímur Helgason og Kristján Þórður Hrafnsson lesa uppúr nýjum bókum sínum á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum, fimmtudaginn 17. desember kl. 12.15. Hallgrímur les uppúr bók sinni Sjóveikur í München og Kristján Þórður uppúr ljóðabókinni Tveir Elvis aðdáendur og fleiri sonnettur..
Á hverju ári lýsir Friðarsúlan frá 9. október (fæðingardegi Johns Lennons) til 8. desember (dánardags hans). Það fara því að verða síðustu forvöð til að njóta Friðarsúlunnar að þessu sinni.
Skáldin Einar Már Guðmundsson og Sjón lesa uppúr nýjum bókum sínum á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 10. desember kl. 12.15. Einar Már les uppúr bókinni Hundadagar sem hlaut á dögunum tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin fjallar m.a.
Í desember stendur til boða að kaupa tvö Menningarkort á verði eins. Kortin koma í fallegu gjafaumslagi og eru virkjuð við fyrstu notkun. Tvö kort kosta þannig aðeins kr. 5.500.