Fréttir

Það verður mikið um að vera í Hafnarhúsi í tilefni af Iceland Airwaves tónlistahátíðinni sem stendur yfir frá 4.-8. nóv. Dagskrá hátíðarinnar er hægt að sjá hér.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók formlega á móti höggmynd af Einari Benediktssyni við Höfða, fyrrum heimili skáldsins, laugardaginn 31. október á Degi ljóðsins sem jafnframt var fæðingardagur skáldsins.

Í nóvember stendur handhöfum Menningarkorts Reykjavíkur til boða að kaupa tvö Menningarkort á verði eins. Kortin koma í fallegu gjafaumslagi og eru virkjuð við fyrstu notkun. Menningarkort Reykjavíkur er árskort í söfn Reykjavíkurborgar.

Erró, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Ólöf K. Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson

Listamaðurinn Erró veitti í dag Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, fyrir framlag hennar á sviði myndlistar. Afhendingin fór fram við opnun á sýningunni Tilurð Errós  í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. 

Erró, Big Sabartes, Stór Sabartes, 1964

Mótunarár Errós frá 1955 til 1964 eru umfjöllunarefni sýningarinnar Tilurð Errós sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 31. október kl. 16.

Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inná Listasafn Reykjavíkur í tilefni af vetrarfríi grunnskóla borgarinnar frá 23. -27. október. Fjölbreyttar sýningar eru í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni og skemmtileg dagskrá í gangi meðan á fríinu stendur.

Í tilefni þess að 130 ár eru liðin frá fæðingu Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals býður Listasafn Reykjavíkur ókeypis aðgang að Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 15. október.

Geimþrá, 2015.

Listasafn Reykjavíkur kynnir með ánægju sýninguna Geimþrá sem opnuð verður í Ásmundarsafni við Sigtún föstudaginn 16. október kl. 18.

Samsett mynd: Kathy Clark: Bangsavættir / Erró og listasagan.

Nú fara að verða síðustu forvöð að sjá sýningarnar Erró og listasagan og Bangsavættir eftir Kathy Clark í Hafnarhúsi en þeim lýkur sunnudaginn 18. október.